|
|
þriðjudagur, nóvember 26, 2002
Ekki má gleyma, vona að það hafi verið þess virði að segjast vera veikur fyrir að komast á Nick Cave :)
posted by Unknown
11/26/2002 10:03:00 e.h.
Nick og Indókína deilt í trefil
Jæja kominn aftur eftir erfiðan dag, mætti klukkan 11 á laugarveginum og fór beint í nokkra langa röð til að fá miða á Nick Cave, ég tók trefilinn með mér til að fitta í þessa grúppu sem var þarna, var reyndar eini sem var í nike íþrótta buxum :) ég var ekkert að meika þennan trefil hjá mér og var alltaf að laga hann, ég passa greinilega ekki inní þessa treflatísku. Annars á meðan ég var að bíða hlustaði ég á Nick sjálfan og lærði matseðilinn hjá IndóKína utanaf varð nokkuð hungraður en eftir 1 og hálfan tíma náði ég að tryggja mér eitt stykki Nick Cave. Fyrir ykkur tónlistarmenn þarna úti þá veit ég um eina hljómsveit sem heitir Ours, alveg hörkugóð en er bara ekkert spiluð hérna heima, söngvarinn syngur mjög svipað og Jeff Buckley, kíkið endilega á þessa síðu, það er smá tóndæmi hvernig þeir hljóma ;) Þetta er alveg til þess að kíkja aðeins á sko! ;)
Annars vorkenni ég fólkinu sem er bara með Ríkissjónvarpið, þara meðal ég, reyndar er ég með Skjá 1 hann bætur manni þetta upp og jafnvel Popp Tívi. En sjónvarpsdagskráin í ríkissjónvarpinu er algjör mýgla en þetta lifir maður við. Dýrt fyrir mann að kaupa stöð 2 kannski maður gerir það í desember.
Ég er búinn að ákveða að fara heimsækja pabba fyrir vestan og vera þar um jólin og koma 28. des Held það verði bara mjög fínt sko, það er frekar langt síðan ég hef farið til Ísafjarðar og Súðavíkur á þessum tíma.
posted by Unknown
11/26/2002 09:50:00 e.h.
NetPimp
Vikan var róleg hjá mér, ég er soddan rólegur piltur :) hafiði tjekkað á www.private.is þar sem það eru allavega 3 stelpur að auglýsa sig og sína þjónustu. Kannski lýsandi dæmi hvað er í gangi í samfélaginu, svo voru eitthverjir að neita að það væri vændi á íslandi. Netvændið leynist á milli megabætana enginn spurning já í undirheimum Reykjavíkur leynist hið mikla Netpimpasamfélagið þar sem pimpanir borga Stelpunum/Kellingunum aura fyrir að auglýsa sig á netinu, spurning hvað þeir fái í prósentur, kannski redda þeir tölvunni og gera samning við Landsímann, sem er náttúrlega með sína arma í allri spillingunni.
Á huga.is er margt að gramsa meðal annars er hugi.is/romantik eitt af mínum uppáhaldssíðum, þar getur maður lesið vandræði og kvöl hinna "lofuðu" sem grenja um kærustur og kærasta, það er þessi síða sem heldur hvetur mig að vera ólofaður, þótt stundum komi þarna eitthver rómantískar greinar en ekki grenjuégerekkiaðmeikakærasta/u greinar.
Annars þarf ég að sofa, ætla að vakna snemma síðan ætlar maður að reyna kaupa Nick Cave miða ef lukkan eltir mann, einhleypa manninn.
posted by Unknown
11/26/2002 01:03:00 f.h.

|