|
|
mánudagur, desember 16, 2002
Jæja.. jólin fara að koma, ég er á leiðinni til Ísafjarðar til pabba míns og verð í Súðavík á aðfangadag það verður örugglega furðuleg upplifun en skemmtileg líka, síðustu dagar hafa verið fljótir að líða. Munið stelpuna á barnum á Nick Cave, já vinur minn sem vinnur þarna á Broadway lét hana fá símanúmerið mitt og hún hringdi í mig :) kom mér frekar á óvart. Við hittumst á kaffihúsi og spjölluðum um lífið og allt í kringum það. Það var frábært og mjög skemmtilegt kvöld hún er mjög skemmtileg og það er hægt að tala um allt við hana. Ég vona að við eigum eftir að hittast meira :)
Annars ætla ég að gera eitthvað annað....
posted by Unknown
12/16/2002 11:21:00 e.h.
|