|
|
föstudagur, desember 13, 2002
The other side
Tap á móti Grindavík, ég var í þeim fræga snepli Fjalar sem er dreift á leikjum Hauka, þar var hin hliðin af mér sýnd. Kannski ég leyfi ykkur að lesa það sem ég skrifaði.
Annars fór ég á Sigur Rós tonleikana, þeir voru magnaðir eins og alltaf ég sat fremstur beint á móti Jonsa. Trommuleikarinn var samt ekki að meika það, það var eins og tromurnar ætluðu að detta niður allar en þeir skiluðu góðu og magnað sjóvi og þessi nýju lög þeirra lofa góðu.
Hin Hliðin
1.Nafn: Lúðvík Bjarnason
2.Fæðingarár og stjörnumerki: 1980 Vog
3.Hjúskaparstaða: Einstæður en er skráður sem Sexyboy4U á einkamal.is (djók)
4.Hvað er skemmtilegast við körfubolta: Keppa og vinna
5.Hvenær byrjaðurru að æfa og afhverju: Byrjaði að æfa 11 ára, Stebbi Þór spurði mig hvort ég vildi koma á eina æfingu
6.Uppáhaldsleikmaður í kvennaliðinu: Ætli það sé ekki Helena og Pálina
7.Skemmtilegast að spila á móti: Gangsterunum sem koma alltaf í sumar að spila í Garðabæ
8.Hvað er besta fótboltaliðið og af hverju: Fótbolti? Er þetta ekki körfuboltablað?
9.Hvernig tónlist rokkar: Sigur Rós Rokkar feitt
10.Geturðu troðið: Jamms mar svo mar talar eins og Helena
11.Eftirminnilegast atvik í boltanum: Þegar við töpuðum á móti Grindavík með einu stigi í undanúrslitum
12.Einhver hobby: blehh my computah
13.Mottó: haha það rímar við óttó!
14.Hvað er óþolandi: Þegar það er stolið boltanum af manni
15.Uppáhalds nba lið og leikmaður: LA Lakers baby og síðan hefur það alltaf verið Magic en þótt að Allen Iverson sé thug þá er hann seigur.
16.Besti skyndibitamatur: Jack In the Box represent!
17.Spakmæli: Once a Thug always a Thug aiight!
18.hvað er þitt hæsta stigaskor í einum leik: púff það var eitthver tveggja stafa tala…
19.Hvað finnst þér um Fimleikafélag hafnarfjarðar: Þeir koma sterkir í vetur…
20.Hvort er betra....
Jordan eða bird: Hmm Magic Johnson
S club 7 eða Whitney Houston: I will always love you rular
Wodki eða Bjór: Hvað er Wodki?
Nonnabitar eða Hlöllabátar: Nonni marr
arsenal eða liverpool: Liverrpoooool
Andrea eða Silfur Egils: Silver man
Bruce Willis eða Arnold Svakanaggur: Ari bustar Brúsa
Party eða Bærinn: Partíbærinn
adidas eða nike: Nike
Fjalar eða DV: Much love to my dogs at Fjalahh
21.hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir...
nike: rímar við orðið mike eða my key!
Avril Lavigne: White trash
Gella: Beyonce
And1: And1 mix tape
Rapp: Bustah Rymes
Körfubolti: A lot of fun
Jón Gnarr: helvíti góður
Fjalar: Stebbi Dó og Emil ásamt gimpinu Stebba Mo
22.Eithvað að lokum: Ég er ekkert líkur Sverri Bergmann og hérna Haukar Rules!
posted by Unknown
12/13/2002 12:25:00 e.h.
miðvikudagur, desember 11, 2002
Ástin og Nick Cave
Unnum Skallagrím, blehh var á Nick Cave, mjög góðir tónleikar nema fólkið sem var þarna var alls ekki að meika það, eitthver svona köll og læti og biðjandi um þessi og hin lög, eins og hann væri eitthver laugardagskvöldpíanóleikari taka á móti óskalögum. En maðurinn stóð sig mjög vel og töfraði mig alveg úr skónum. Ég stóð mest allt kvöldið, var við barinn á móti sviðinu, vinur minn sem vinnur þarna á barnum reddaði mér stól og ég stóð á honum mest alla tónleikana. Ég reyndar stóðst þetta ekki slysalaust því ég náði að sparka flöskunni minni niður á barborðið :) en það brotnaði ekkert þannig það var í góðu, var stelpa þarna sem vann á barnum sem mér leist vel, en ég gerði ekkert í því eins og alltaf gat kannski gert eitthvað eftir tónleikana en ég bara þorði ekki ég er bara ömurlegur í að tala við stelpur eða approach-a þær, ég reyndar spjallaði aðeins við hana þegar ég fékk mér vatn en meira var það ekki því hún var upptekin við að vinna. Þannig ég fór bara heim í heiðardalinn.... blehh
Það er sko ekki gaman að búa bara einn sko... síðan virðist sem allir eru með öllum og eitthvað, þetta er alveg að gera mig brjálaðann nei í alvöru eru eitthverjir single? Ég er hættur að nenna pæla í stelpum þar sem þær u annað hvort með einhverjum eða þá eiga einhverja vini sem þær eru að pæla í... hehe ég er í krísu þetta er allt saman komið í rugl, en nei mig langar ekki samt að finna einhvern bara til að hafa á jólunum nei ég er ekki sick :) ég er ekki að leita að neinu, heldur bara vonast til að lenda í einhverju ég trúi svo mikið á örlögin.
Dreymdi svo mikinn rómantískan og ástardraum í nótt, jamms í draumnum var ég með einhverjari sem var the stelpan. Já við vorum IT hehe ég vildi ekkert vakna þegar ég vaknaði sko... úff ég er hættur að vera pathetic... :)
posted by Unknown
12/11/2002 12:42:00 f.h.

|