|
|
sunnudagur, nóvember 17, 2002
Kannski hefst ferðin þegar bíllinn fer afstað? Eða þegar snjóboltinn fer að rúlla, já eða þegar ferlið hefst og hringast við sjálfan sig, sjálfur hef ég oftast aldrei náð að fylgja hugsunum mínum áfram. T.d. það er lítið mál að gera heimasíðu eða svona blogg dæmi en það er erfitt að fylgja því og þannig er ég. Einn daginn fæ ég þessa hugmynd en ég næ aldrei að framkvæma hana í 120% og örugglega verður þetta svona hérna en samt langar mig allavega segja eitthvað hérna einu sinni til 2svar sinnum á viku.
Fólk er misjafnt í þessu blogg dæmi, sumir finnst þetta skemmtilegt og gaman að lesa um líf annara meðan aðrir fussa og sveia, gefa skít í allt svona hugsanarugl og að fólk sé ekki nógu merkilegt til að geta skrifað á netinu, sumu leiti skil ég það fólk vel en ég skil líka hitt fólkið. Ég er mikið inn á huga.is undir nafninu WestCost, ég er ekki mikið að skrifa greinar inná þetta huga.is ég er meira að skrifa ljóð. Mér hefur oft langað að skrifa einhverja grein um e-ð ákveðið en aldrei getað nokkurn veginn framkvæmd það 120%
posted by Unknown
11/17/2002 04:26:00 e.h.

|